Leit að Söndru frestað til morguns

Leitin að Söndru hefur engan árangur borið.
Leitin að Söndru hefur engan árangur borið. Ljósmynd/Aðsend

Leit­in að Söndru Líf Þór­ar­ins­dótt­ur Long stóð yfir til klukk­an 17.30 í dag, en þá var henni frestað til morg­uns. Gert er ráð fyr­ir að skipu­lag leit­ar­inn­ar verði með sama hætti á morg­un, auk þess sem drón­ar verða nýtt­ir til leit­ar ef veður leyf­ir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Í dag leitaði þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar strand­lengj­una frá Seltjarn­ar­nesi suður fyr­ir Álfta­nes. Þá voru fjör­ur vaktaðar á háfjöru, sem var rúm­lega fjög­ur, bæði úr landi og frá sjó, en það gerðu björg­un­ar­sveit­ar­menn frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg.

Björgunarsveitir hafa leitað Söndru Lífar undanfarna daga. Þessi mynd var …
Björg­un­ar­sveit­ir hafa leitað Söndru Líf­ar und­an­farna daga. Þessi mynd var tek­in á Álfta­nesi í gær, páska­dag. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert