Leit að Söndru frestað til morguns

Leitin að Söndru hefur engan árangur borið.
Leitin að Söndru hefur engan árangur borið. Ljósmynd/Aðsend

Leitin að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long stóð yfir til klukkan 17.30 í dag, en þá var henni frestað til morguns. Gert er ráð fyrir að skipulag leitarinnar verði með sama hætti á morgun, auk þess sem drónar verða nýttir til leitar ef veður leyfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Í dag leitaði þyrla Landhelgisgæslunnar strandlengjuna frá Seltjarnarnesi suður fyrir Álftanes. Þá voru fjörur vaktaðar á háfjöru, sem var rúmlega fjögur, bæði úr landi og frá sjó, en það gerðu björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Björgunarsveitir hafa leitað Söndru Lífar undanfarna daga. Þessi mynd var …
Björgunarsveitir hafa leitað Söndru Lífar undanfarna daga. Þessi mynd var tekin á Álftanesi í gær, páskadag. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert