Leit hafin að Söndru

Björgunarsveitir hafa leitað Söndru Lífar undanfarna daga. Þessi mynd var …
Björgunarsveitir hafa leitað Söndru Lífar undanfarna daga. Þessi mynd var tekin á Álftanesi í gær, páskadag. mbl.is/Sigurður Bogi

Leitin að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long verður með þeim hætti í dag að núna um hádegisbil fór þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið og verður við leit við strandlengjuna, þ.e. frá Gróttu og suður fyrir Álftanes.

Jafnframt munu björgunarsveitarmenn vakta sama svæði á háfjöru, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Síðast er vitað um ferðir Söndru Lífar á skírdag. Hún er 27 ára göm­ul og til heim­il­is í Hafnar­firði. 

Sandra er grann­vax­in, um 172 cm á hæð og með mjög sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svart­ar bux­ur, svart­an leður­jakka og hvíta striga­skó. Sandra var með háls­klút (karríg­ul­ur og bletta­tíg­urs­munstraður) og með svart­an og grá­an klút/​​hár­band í hár­inu. Hún hef­ur til umráða ljós­grá­an Ford Focus, skrán­ing­ar­núm­er UH828.

Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður­kom­in, eru vin­sam­leg­ast beðnir að hafa taf­ar­laust sam­band við lög­regl­una í síma 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert