Verið að „krafsa í“ síðustu glæðurnar

Opna þurfti þak hússins til að komast að eldinum.
Opna þurfti þak hússins til að komast að eldinum. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Nokkrir slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi þar sem eldur kom upp í risi húss við Hverfisgötu 106 á áttunda tímanum í kvöld. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að þeir séu að „krafsa“ í síðustu glæðurnar. En það situr enn eitthvað á milli þilja, eins og hann orðaði það í samtali við mbl.is. Opna þurfti þak hússins til að komast almennilega að eldinum.

Hann sagði eitthvert „smotterí“ eftir sem menn vildu ganga frá til að þurfa að ekki að fara aftur á vettvang. Húsið verður þó ekki vaktað í nótt.

Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert