82 prestaviðtöl á dag í samkomubanni

Laugarneskirkja.
Laugarneskirkja. mbl.is/Brynjar Gauti

Í Reykjavíkurprófastsdæmi tóku prestar 1.726 viðtöl á fyrstu þremur vikum samkomubannsins. Það eru að meðaltali 82 viðtöl á dag. Pétur Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, segir að fólk leitist eftir sálrænum stuðningi í auknum mæli á þessum tímum.

Úrræðið varð til áður en kórónuveirufaraldurinn hófst og hefur staðið til boða í um tvö ár. Nýtingin hefur sprungið út á undanförnum vikum. „Þá getur fólk farið inn á netkirkja.is og þar er prestur á vakt,“ sagði Pétur. Á síðunni er hægt að sjá hvaða prestur er á vakt hverju sinni.

Útvarpsmessum er streymt frá Laugarneskirkju, Vídalínskirkju og Lindakirkju. Þær verða áfram út samkomubannið að sögn Péturs. Þá hafa helgistundir, sem er streymt beint á Vísi fengið góðar viðtökur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert