Annasamt í faraldri

Dagforeldrar hafa ekki þurft að fækka börnum vegna tilmæla frá …
Dagforeldrar hafa ekki þurft að fækka börnum vegna tilmæla frá Almannavörnum. mbl.is/Golli

Vel gengur að halda úti þjónustu dagforeldra sem starfa nú í miðjum faraldri og lítið er um að dagforeldrar loki fyrir sína starfsemi vegna kórónuveirufaraldursins.

Tæplega 130 dagforeldrar eru í Reykjavík, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sólrún Harpa Heiðarsdóttir og Elfa Björk Ágústsdóttir, sem halda úti dagforeldraþjónustu í Árbænum, segjast vera með fullt hús og börnin mæti alla daga. Þó þurfi að fylgja ströngum tilmælum um að börn séu heima ef grunur leikur á um flensu eða kvef.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka