Árangurslaus leit um miðnætti

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Ljósmynd/Arnar M. Ottósson

Umfangsmikil leit á Álftanesi sem stóð yfir í nokkra klukkutíma í kringum miðnætti í gær að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long var árangurslaus. Bátar voru sendir til leitar og þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi, RÚV greinir frá 

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRO tók þátt í leitinni frá klukkan hálf tólf til hálf eitt. Fram að því hafði staðið yfir æfing hjá áhöfn þyrlunnar sem fór svo beint í að taka þátt í leitinni að því loknu, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. 

Leit var hætt klukkan 17.30 í gær og til stóð að fresta allri leit til dagsins í dag. 

Ekki er vitað um ferðir Söndru frá því á skírdag en bíll hennar fannst á Álftanesi.

Björgunarsveitarmenn stóðu sína vakt í nótt.
Björgunarsveitarmenn stóðu sína vakt í nótt. Ljósmynd/Arnar M. Ottósson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert