Dreifir hundrað tonnum af hænsnaskít í hverri viku

Hafsteinn Daníelsson á Geldingaá þarf öflug tæki til að dreifa …
Hafsteinn Daníelsson á Geldingaá þarf öflug tæki til að dreifa 100 tonnum af lífrænum áburði á melana í hverri viku. Árangurinn lætur ekki á sér standa, 300 hektara melasvæði er að verða algróið. Ljósmynd/Áskell Þórisson

„Þetta er aðaláhugamálið,“ segir Hafsteinn Daníelsson á Geldingaá í Hvalfjarðarsveit. Hann hefur í þrjú ár borið hænsnaskít á mela í nágrenni bæjarins, um 100 tonn á viku, með afar góðum árangri.

Undir lok þessa árs hefur hann lokið við að græða upp 300 hektara með þessu móti og auk þess hjálpað kjarrlendi til að dafna betur. Nóg er af ógrónum melum í landi Geldingaár og Gandheima sem einnig eru í hans eigu.

Áburðurinn sem Hafsteinn notar er hænsnaskítur undan varphænum Stjörnueggs á Vallá á Kjalarnesi. Eggjabúið flytur skítinn vikulega með 4-5 stórum dráttarvélum að Geldingaá og sturtar honum í þró sem þar er. Hafsteinn mokar skítnum í stóran skítadreifara, fer af stað og ber þykkt á. Tilgangurinn er að rót geti myndast á gróður. Það fer einn dagur í viku í þetta verk, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Hafsteinn Daníelsson á Geldingaá þarf öflug tæki til að dreifa …
Hafsteinn Daníelsson á Geldingaá þarf öflug tæki til að dreifa 100 tonnum af lífrænum áburði á melana í hverri viku. Árangurinn lætur ekki á sér standa, 300 hektara melasvæði er að verða algróið. Ljósmynd/Áskell Þórisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert