Engin lyf fundust hjá bakverðinum

starfaði sem bakvörður í heil­brigðisþjón­ustu á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík …
starfaði sem bakvörður í heil­brigðisþjón­ustu á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík þangað á föstudaginn langa, þegar hún hún var hand­tek­in, sökuð um að hafa fram­vísað fölsuðum gögn­um og mis­farið með lyf.

Engin lyf fundust við húsleit í vistarverum Önnu Auroru Waage, bakvarðarins sem handtekin var fyrir helgi. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is. 

Anna Aurora greindi frá því í viðtali við Mannlíf um helgina að hún væri búin að ráða sér lög­mann til að stefna Gylfa Ólafs­syni, for­stjóra Heil­brigðisstofn­un­ar Vest­fjarða, og lög­reglu­stjór­an­um á Vest­fjörðum. Hún starfaði sem bakvörður í heil­brigðisþjón­ustu á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík þangað á föstudaginn langa, þegar hún var hand­tek­in, sökuð um að hafa fram­vísað fölsuðum gögn­um og mis­farið með lyf. Hún seg­ist vera alsak­laus og hún hafi ekk­ert að fela. Hún seg­ist jafn­framt hafa verið meðhöndluð eins og stór­glæpa­maður. Lögreglustjóranum hefur ekki borist stefna að sögn Karls. 

Rannsókninni miðar vel að sögn Karls en ljóst er að hún mun taka tíma, líklega nokkrar vikur, þar sem um skjalarannsókn er að ræða. Á laugardag fóru fram yfirheyrslur á vitnum, það er liðsmönnum í bakvarðasveitinni og öðru heilbrigðisstarfsfólki. 

„Við erum með til skoðunar þessa pappíra sem hún framvísaði þegar hún sótti um að komast í bakvarðasveitina og að staðreyna þessar upplýsingar sem þar er að finna.“

Leitað var í vistarverum Önnu Auroru og lagði lögregla hald á pappíra og minnisbækur að sögn Karls. „En ég get staðfest það að það fundust engin lyf hjá henni. Sumir þessir pappírar eru frá erlendum stofnunum þannig að við þurfum að fá staðfestingu hjá þeim og það mun taka einhverjar vikur. Svona skjalarannsóknir taka tíma.

Málið er rannsakað sem stakt og einangrað mál og eru fyrri möguleg brot konunnar ekki hluti af rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert