Ferðatakmarkanir næstu mánuði

Þó að næstu vikur hafi skýrst að einhverju leyti í dag varðandi takmarkanir á samkomum er óvissan um framtíðina enn mikil og ljóst að ferðatakmarkanir verða næstu mánuði. Höggið fyrir efnahaginn er því gríðarlegt. Stjórnvöld munu kynna frekari efnahagsaðgerðir síðar í vikunni en þau voru talsvert gagnrýnd af minnihlutanum á þingi fyrir samráðsleysi við gerð fyrri aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.

Í myndskeiðinu er rætt við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um stöðuna á ferðum til og frá landinu en ljóst er að ytri landamæri Schengen, sem liggja meðal annars hér á landi, verða lokuð fram til 15. maí hið minnsta. 

Þá er rætt við þau Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, um hvaða áherslur þau vilja sjá í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kynntar verða í lok vikunnar en þau segja margt hefðu mátt fara betur við gerð fyrri pakkans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert