Hátíðarhöld blásin af víðast hvar

Hátíð á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Hátíð á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Hátíðarhöld og samkomur á höfuðborgarsvæðinu verða blásnar af sumardaginn fyrsta. Dagurinn verður hinn 23. apríl en byrjað verður að slaka á aðgerðum vegna COVID-19 hinn 4. maí.

Sigurgeir Bjartur Þórisson, erindreki hjá Bandalagi íslenskra skáta, segir að skátafélögin undirbúi nú óhefðbundna dagskrá sem kæmi í stað hinna almennu hátíðarhalda. Hátíðarhöldin verði með öllu einstaklingsmiðaðri í ár. Hátíðarhöldin hafa verið blásin af í Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Akranesi, Mosfellsbæ og Akureyri í það minnsta.

„Þetta er búið að vera mikil áskorun og það er mikil óvissa með viðburði í sumar. Við viljum taka þátt í að sýna ábyrgð og við kvörtum ekki. Það er ekki við neinn að sakast að þessi ákvörðun hafi verið tekin, hún er skynsamleg,“ segir Sigurgeir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert