Kúnnar laga sig að aðstæðum

Engin umferð á Laugavegi.
Engin umferð á Laugavegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú er það þannig að þegar fólk er að versla þá hringir það á undan sér og kemur í búðina og sækir vöru. Svo fólk leggur fyrir framan búðina og stekkur inn,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson, eigandi Aurum á Bankastræti.

Karl segir að þá sé mikilvægt að Laugavegurinn sé opinn fyrir bílaumferð þar sem fólk fari síður í göngutúr um götu sem áður var fjölfarin, á tímum samkomubanns. Nú séu margir í einangrun og rúnti um.

„Þetta var blússandi miðbær, bæði Íslendingar á ferðamenn á ferli. En í dag sáum við enga ferðamenn niðri í bæ. Við erum með sterkan kúnnahóp hér heima og kúnninn er mjög varkár,“ segir hann.

Verslunin hefur því verið opin síðan samkomubannið skall á en afgreiðslutími þrengdur og varúðarráðstafanir gerðar. Starfsmenn beri hanska og tveggja metra reglan sé virt. Morgunblaðið greindi frá því að áætlað hefði verið að ný skartgripaverslun, Prakt Jewellery, yrði opnuð í lok mars, en þeim fyrirætlunum var frestað í ófyrirséðan tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert