Sandra Líf fannst látin

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sandra Líf Þór­ar­ins­dótt­ir Long, sem leitað hef­ur verið frá því aðfaranótt laug­ar­dags, fannst lát­in á þriðja tím­an­um í dag í fjör­unni á Álfta­nesi, ekki langt frá upp­hafsstað leit­ar­inn­ar um helg­ina.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Ekki er talið að and­lát henn­ar hafi borið að með sak­næm­um hætti. Sandra Líf var 27 ára og bú­sett í Hafnar­f­irði.

Fjöl­skylda henn­ar vill koma á fram­færi þakk­læti til allra þeirra sem veittu aðstoð við leit­ina.

Lög­regl­an hef­ur lokað fyr­ir um­ferð á vett­vangi.

Lögreglumaður á vettvangi.
Lög­reglumaður á vett­vangi. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert