Töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum

Björgunarsveitarmenn við leitina seint í gærkvöld og nótt.
Björgunarsveitarmenn við leitina seint í gærkvöld og nótt. Ljósmynd/Arnar M. Ottósson

Leit að Söndru Líf Þór­ar­ins­dótt­ur Long í gær­kvöld og fram á nótt var til­kom­in vegna ábend­ing­ar frá tveim­ur veg­far­end­um, sem töldu sig sjá tor­kenni­leg­an hlut í sjón­um, skammt frá landi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Ekk­ert hef­ur spurst til Söndru Líf­ar frá því á skír­dag en leit var frestað síðdeg­is í gær. 

Veg­far­end­urn­ir voru á ferð skammt frá þeim stað þar sem bif­reið Söndru fannst. Lög­regl­an fékk til­kynn­ingu um klukk­an 21.30 og var þá ákveðið að kalla til leitar­flokka og báta frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg, auk þess sem þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar tók einnig þátt í leit­inni. Á þess­um tíma var há­flóð á staðnum og nokk­ur sjór þannig að gaf nokkuð upp á garðinn. Leit­in reynd­ist ár­ang­urs­laus og var henni hætt um klukk­an 1.15 í nótt.

Í dag er gert ráð fyr­ir að skipu­lag leit­ar­inn­ar verði með sama hætti og var í gær­dag, auk þess sem drón­ar verða nýtt­ir til leit­ar ef veður leyf­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka