Tómlegt við helstu perluna

Eftir mikla ásókn erlendra ferðamanna í að berja Gullfoss augum …
Eftir mikla ásókn erlendra ferðamanna í að berja Gullfoss augum undanfarinn áratug er nú lítil umferð um svæðið. mbl.is/Hallur Már

Fólk virðist hafa farið eftir tilmælum um að halda sig heima yfir hátíðarnar, en afar tómlegt var við helstu náttúruperlu landsins um helgina. Erlendir ferðamenn eru ekki lengur sjáanlegir við Gullfoss og þeir íslensku voru það varla um helgina heldur.

Þegar klaki myndast við fossinn er göngustígurinn að honum varasamur …
Þegar klaki myndast við fossinn er göngustígurinn að honum varasamur og honum gjarnan lokað. Þannig var staðan um páskana. mbl.is/Hallur Már

Þessar myndir voru teknar á laugardag og þrátt fyrir ágætisveður virðist fólk hafa tekið tilmælum almannavarna um að ferðast innanhúss vel, í það minnsta var það ekki að fara Gullna hringinn.

Fólk virðist hafa virt tilmæli um að halda sig heima …
Fólk virðist hafa virt tilmæli um að halda sig heima yfir páskana. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert