Tvö lyfjanna lofa bestu

Á smitsjúkdómadeild Landspítalans.
Á smitsjúkdómadeild Landspítalans.

Þórólf­ur Guðnason sótt­va­rnalæknir hef­ur sent Sva­nd­ísi Sva­v­a­rsd­ótt­ur heilbrigðis­m­álaráðherra bréf þar sem tilg­reindar eru tillög­ur um hvaða skref skuli tekin í afl­étt­ingu aðgerða þegar það að kem­ur 4. maí. Hy­ggst ríkisst­jórnin ky­nna þær í dag.

Þórólf­ur sagði í gær á upplýs­ing­afundi Al­m­annava­rna að hann teldi ekki að hægt yrði að afl­étta ein­hver­jum af þeim takm­ör­kunum sem settar hafa verið á líf fólk fy­r­ir þann tíma. „Eins og ég hef mar­grakið áður þá er þetta lang­h­la­up, við þurfum að fara hægt,“ seg­ir Þórólf­ur.

Svein­björn Gi­z­urarson, próf­ess­or í ly­fj­af­ræði, seg­ir í um­f­jöllun um mál þetta í Mor­g­un­blaðinu í dag, að ósennilegt sé að hægt verði að opna fy­r­ir flæði fólks til og frá land­inu fyrr en hægt verður að bólusetja fólk gegn kórónu­vei­r­unni. Nema þá að hér my­nd­ist hjarðónæÂ­mi þegar næg­ilega mar­g­ir hafa sm­itast.

Þá gæti jafnvel farið svo að óskað verði eftir því að fólk geti sýnt fram á að það sé með mó­tefni við vei­r­unni áður en það ferðast á milli landa.

Nota lyf á meðan beðið er bóluefnis

„Það eru yfir 400 klínískar ranns­óknar­meðferðir um allan heim og því gríðarlega mikið að ger­ast. Hins vegar eru það inn­an við tíu lyf sem menn eru helst að horfa til í baráttu við þessa vei­ru,“ seg­ir Magnús Karl Magnússon, próf­ess­or í ly­fja- og eitu­r­efnaf­ræði við læknad­eild Hásk­óla Íslands og fv. fors­eti sömu deildar. Að sögn hans eru menn spenntastir fy­r­ir ly­finu Rem­d­esi­v­ir sem New Eng­l­and Journal of med­i­cine gerði að um­f­jöllunar­efni í vi­kunni. Eins og fram kom á mbl.is á sunnudag var rey­nt að fá lyfið til Íslands en það tókst ekki vegna mikillar efti­rs­p­urnar í heim­inum.

Annað lyf sem einnig hef­ur gefið vænt­ing­ar er ja­pans­kt og heitir Fav­i­pira­v­ir. Lands­pít­a­linn á von á 500 skö­m­m­tum af ly­finu sem ætlað er til saman­burðarranns­óknar.

Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert