Tvö lyfjanna lofa bestu

Á smitsjúkdómadeild Landspítalans.
Á smitsjúkdómadeild Landspítalans.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðismálaráðherra bréf þar sem tilgreindar eru tillögur um hvaða skref skuli tekin í afléttingu aðgerða þegar það að kemur 4. maí. Hyggst ríkisstjórnin kynna þær í dag.

Þórólfur sagði í gær á upplýsingafundi Almannavarna að hann teldi ekki að hægt yrði að aflétta einhverjum af þeim takmörkunum sem settar hafa verið á líf fólk fyrir þann tíma. „Eins og ég hef margrakið áður þá er þetta langhlaup, við þurfum að fara hægt,“ segir Þórólfur.

Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að ósennilegt sé að hægt verði að opna fyrir flæði fólks til og frá landinu fyrr en hægt verður að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni. Nema þá að hér myndist hjarðónæmi þegar nægilega margir hafa smitast.

Þá gæti jafnvel farið svo að óskað verði eftir því að fólk geti sýnt fram á að það sé með mótefni við veirunni áður en það ferðast á milli landa.

Nota lyf á meðan beðið er bóluefnis

„Það eru yfir 400 klínískar rannsóknarmeðferðir um allan heim og því gríðarlega mikið að gerast. Hins vegar eru það innan við tíu lyf sem menn eru helst að horfa til í baráttu við þessa veiru,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands og fv. forseti sömu deildar. Að sögn hans eru menn spenntastir fyrir lyfinu Remdesivir sem New England Journal of medicine gerði að umfjöllunarefni í vikunni. Eins og fram kom á mbl.is á sunnudag var reynt að fá lyfið til Íslands en það tókst ekki vegna mikillar eftirspurnar í heiminum.

Annað lyf sem einnig hefur gefið væntingar er japanskt og heitir Favipiravir. Landspítalinn á von á 500 skömmtum af lyfinu sem ætlað er til samanburðarrannsóknar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert