13 milljónir í nýsköpun á Flateyri

Aðgerðin er í samræmi við tillögur starfshóps um framtíðarþróun og …
Aðgerðin er í samræmi við tillögur starfshóps um framtíðarþróun og uppbyggingu í bænum, sem skipaður var í aðdraganda snjóflóðanna sem féllu í bænum í janúar. mbl.is/RAX

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja 13 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til fjármögnunar nýsköpunarstyrkja og stöðu verkefnastjóra í nýsköpunar- og þróunarverkefnum á Vestfjörðum. Þá verður 26 milljónum varið í verkefnið á næsta ári.

Aðgerðarhópur sem skipaður var í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri í janúar skilaði í síðasta mánuði tillögum sínum, sem eru 15 talsins og oru nýsköpunar- og þróunarverkefni fyrir Flateyri þar á meðal.

Meðal annarra tillagna má nefna endurmat snjóflóðavarna, aðgerðir í vinnumarkaðsmálum, raforkuöryggi, almenningssamgöngur og eflingu Lýðskólans á Flateyri, en í febrúar var undirritaður samningur um 70 milljóna króna framlag ríkisins til skólans fyrir næsta ár.

Ríkisstjórnin hefur falið forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti að annast framkvæmd og eftirfylgni aðgerða. Aðgerðarhópur var skipaður til að annast framkvæmd.

Í tilkynningunni segir að forgangsverkefni sé að endurmeta snjóflóðavarnir fyrir ofan byggðina á Flateyri og gera framkvæmdaáætlun þaraðlútandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert