Air Iceland-vél í leiguflug til Parísar

Flugvél Air Iceland Connect.
Flugvél Air Iceland Connect. mbl.is/Árni Sæberg

Ferðatíðni Air Iceland Connect er nú aðeins brot af því sem áður var vegna kórónuveirufaraldursins. Ein af Bombardier-flugvélum félagsins fékk þó verkefni síðastliðinn mánudag þegar henni var flogið síðdegis frá Reykjavík til Parísar.

Að sögn Árna Gunnarssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra flugfélagsins, var um að ræða eitt tilfallandi leiguflugsverkefni fyrir íslenskan aðila sem þurfti að koma fólki þangað.

Spurður hvort fleiri slík verkefni séu á borðinu nú þegar takmarkaðar flugsamgöngur eru til og frá landinu í áætlunarflugi segir Árni að í einhverjum tilfellum hafi menn leitað eftir leiguflugi. „Við höfum verið tilbúin í slík verkefni ef þörf er á þeim og erum opin fyrir frekari slíkum verkefnum. Það liggur ekkert fyrir um að við séum að fara í miklum mæli að stunda slíkt flug en það getur alveg komið fyrir á meðan þessar aðstæður eru uppi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert