Dregið hefur úr skilum á drykkjarumbúðum

Margir virðast láta það bíða betri tíma að skila umbúðum.
Margir virðast láta það bíða betri tíma að skila umbúðum. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Dregið hefur úr skilum á drykkjarumbúðum til Endurvinnslunnar síðustu vikur. Meðal skýringa eru fækkun ferðamanna, minni skil frá veitingastöðum, lokun móttökustöðva á landsbyggðinni og síðast en ekki síst að fólk virðir tilmæli um að halda sig heima.

Endurvinnslan gerir ráð fyrir því að aprílmánuður verði rólegur en að neytendur fari í auknum mæli að láta sjá sig í maí og þá nái skilin sér aftur á strik.

Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, rifjar upp að á síðasta ári hafi skil farið yfir 85% og menn hafi gert sér vonir um að sú jákvæða þróun héldi áfram í ár, enda neytendur að verða meðvitaðri um nauðsyn endurvinnslu. Skil í janúar og febrúar hafi lofað góðu en í mars hafi skil dregist saman. Komur hafi verið færri en fólk komið með meira magn í einu.

Skil í heildina á umbúðum úr áli, plasti og gleri voru 8% minni á landsvísu í mars heldur en í sama mánuði í fyrra og samdrátturinn var meiri á landsbyggðinni vegna lokana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert