Gerir sér vonir um bóluefni innan árs

Frá blaðamannafundinum vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, …
Frá blaðamannafundinum vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Kári Stefánsson. Ljósmynd/Lögreglan

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kveðst bjartsýnni en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varðandi hversu brátt megi eiga von á bóluefni við kórónuveirunni.

„Það eru bóluefni nú þegar komin í klínískar rannsóknir úti í heimi og ég geri mér vonir um að innan árs verði komið bóluefni gegn að minnsta kosti einhverju formi af þessari veiru,“ sagði Kári á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Þórólf­ur hefur áður sagst ekki binda von­ir við að bólu­efni muni leysa stóru vanda­mál­in sem kórónuveiran hefur valdið. Áfram verði fólk að reiða sig á þær aðgerðir sem kynntar hafi verið til sögunnar.

Ekki fyrr en bóluefni verði aðgengilegt

Pedro Sánchez, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, sagði á spænska þing­inu í dag að lífið myndi ekki verða líkt og það var fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn fyrr en bólu­efni verði aðgengi­legt. 

Alls lét­ust 523 á síðastliðnum sól­ar­hring þar í landi en rúm­lega 18.500 hafa lát­ist af völd­um kór­ónu­veirunn­ar á Spáni.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert