Laust fé til fimm mánaða

Boeing 757-200-þota Icelandair, Katla, er ein margra sem nú standa …
Boeing 757-200-þota Icelandair, Katla, er ein margra sem nú standa óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli og bíða þess að hefja sig til flugs á nýjan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verði flug­sam­göng­ur í lamasessi um lengri tíma mun ganga hratt á lausa­fé Isa­via sem á og rek­ur flug­völl­inn í Kefla­vík. Þetta seg­ir Svein­björn Indriðason, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins.

Hann bend­ir á að lausa­fjárstaða fyr­ir­tæk­is­ins sé sterk en að mik­ill fast­ur kostnaður valdi því að án tekna þorni sjóðir fé­lags­ins upp á fimm mánuðum. Því standi nú yfir vinna við að styrkja fjár­hags­stöðuna enn frek­ar.

Eng­ar viðbragðsáætlan­ir Isa­via gerðu ráð fyr­ir þeim mög­leika að all­ar flug­sam­göng­ur, meira og minna, gætu lagst af svo vik­um skipt­ir og seg­ir Svein­björn ástandið sann­ast sagna óraun­veru­legt.

Yfir páska­hátíðina, frá skír­degi og fram á mánu­dag, fóru 99 farþegar um Kefla­vík­ur­flug­völl. Yfir sömu daga í fyrra fóru ríf­lega 84 þúsund farþegar um völl­inn. Í um­fjöll­un um mál þetta í  Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Svein­björn að full­kom­in óvissa sé um hvenær og hvernig farþega­flug muni hefjast á ný.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert