Mikil bjartsýni með Bíladaga

Frá götuspyrnunni sem keppt var í á Bíladögum í fyrra. …
Frá götuspyrnunni sem keppt var í á Bíladögum í fyrra. Það er á meðal greina sem verður helst að standa við að halda Íslandsmót í. mbl.is/Þorgeir

Bíla­dag­ar á Ak­ur­eyri verða lík­lega haldn­ir í nán­ast óbreyttri mynd í júní að óbreyttu. 2000 manna fjölda­tak­mörk­un mun ekki koma í veg fyr­ir að Íslands­mót „sem þarf að standa við að halda“ geti verið hald­in, að sögn Ein­ars Gunn­laugs­son­ar, for­manns Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar.

Ein­ar seg­ir að aðstand­end­ur hátíðar­inn­ar, sem fer fram um miðjan júní hvert ár og laðar þúsund­ir manna að, hafi beðið eft­ir fund­in­um í gær til að fá skýr­ari mynd af því hvernig þetta gæti farið fram.

„Ef þetta er niðurstaðan, að það verði 2.000 manna tak­mark, þá get­um við haldið hátíðina. Við urðum bjart­sýnni um að geta haft það með nán­ast óbreyttu sniði eft­ir fund­inn í gær,“ seg­ir hann.

Enn er óvíst um ýms­ar út­færsl­ur, svo sem hvaða viðburðir verða haldn­ir en ljóst er að þeir sem eru al­var­legri keppn­ir eins og götu­spyrna og tor­færu­keppni geta verið haldn­ar. Annað kynni að mæta af­gangi. Þá á eft­ir að ákveða hvernig bíla­sýn­ing­in verður út­færð, hvort æski­legra væri ef til vill að hafa það ut­an­dyra. Það á eft­ir að skoða það.

Eistna­flug kann­ar mál­in

Þung­arokks­hátíðin Eistna­flug á Nes­kaupstað er þá að skoða sín mál, að sögn fram­kvæmda­stjóra hátíðar­inn­ar, Arnold Cruz.

Hátíðin er ekki stór í sniðum og ætti að rúm­ast inn­an þess­ara 2.000 manna marka, en Arnold seg­ir það velta al­farið á vilja sam­fé­lags­ins hvort hátíðin verði hald­in. Sömu­leiðis eigi eft­ir að ber­ast nán­ari upp­lýs­ing­ar um út­færslu þess­ara fjölda­tak­mark­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert