Tillaga um smáhýsi felld úr gildi

Fundað í borgarstjórn Reykjavíkur.
Fundað í borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áform Reykjavíkurborgar um að koma upp fimm smáhýsum fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs borgarinnar á svonefndum Köllunarklettsreit eru í uppnámi eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun borgarráðs um breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Verktakafyrirtækið Þingvangur mótmælti á síðasta ári breytingunni á deiliskipulagi Köllunarklettsreitsins og úthlutun lóðar þar undir smáhýsin og kærði ákvörðun borgarinnar til úrskurðarnefndarinnar.

Í tillögunni var gert ráð fyrir nýrri lóð, Héðinsgötu 8, fyrir smáhýsin á núverandi bílastæði. Þingvangur sem er eigandi Héðinsgötu 1 og 2 og Köllunarklettsvegar 3, hefur unnið að gerð heildardeiliskipulags fyrir reitinn í samstarfi við Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Í kæru fyrirtækisins er meðal annars á það bent að ákvörðun borgarinnar samrýmist ekki núgildandi aðalskipulagi borgarinnar. Þegar því var breytt var heimild til byggingar íbúða á svæðinu felld niður. Við afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar um smáhýsin virðist hins vegar eldra aðalskipulag hafa verið lagt til grundvallar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert