Umferðin dróst saman um 61%

Umferð á Vesturlandsvegi.
Umferð á Vesturlandsvegi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Umferðin út frá höfuðborgarsvæðinu um páskana var um eða innan við helmingur af umferðinni eins og hún var um páskana á síðasta ári.

Umferðin um Hellisheiði var aðeins 39% af umferðinni í fyrra og umferðin um Hvalfjarðargöng var aðeins um helmingur af páskaumferðinni á síðasta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um páskaumferðina í Morgunblaðinu í dag.

Starfsmenn Vegagerðarinnar geta séð umferðina á sjálfvirkum umferðarteljurum. Tekið skal fram að lögð er saman umferð í báðar áttir.

Almannavarnir mæltust til þess að Íslendingar ferðuðust sem mest innanhúss um páskana og slepptu því að fara í sumarbústaði, til þess að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirufaraldursins. Af þeim sökum lokuðu flest stóru stéttarfélögin orlofshúsum og orlofsíbúðum sínum um páskana og sum fram til 4. maí þegar núgildandi reglur um samkomur renna út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert