70 milljónir í samfélagssjóð

Fljótsdalur. Snæfell sést í fjarska.
Fljótsdalur. Snæfell sést í fjarska.

Fljótsdalshreppur hefur stofnað verkefnasjóð sem ætlað er að styðja nýsköpun, menningu og atvinnuskapandi verkefni í sveitarfélaginu.

Þetta litla sveitarfélag setti 70 milljónir í sjóðinn sem nefndur er Samfélagssjóður Fljótsdals og verður þeim úthlutað á næstu sex árum. 12 milljónum verðum ráðstafað við fyrstu úthlutun í ár og hefur verið auglýst eftir verkefnum, að því er  fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fljótsdalshreppur er 80 manna sveitarfélag, umlukið af sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði á þrjá vegu. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, segir að hugmyndin hafi komið upp á samfélagsþingi í Fljótsdal vorið 2019 þegar rætt hafi verið um framtíðina. Þingið var með svipuðu sniði og notað er við verkefni Byggðastofnunar í brothættum byggðum. Þótt hreppurinn sé ekki fjölmennur eru þar mörg tækifæri, að mati Ásdísar Helgu, og sveitarfélagið er fjárhagslega stöndugt, meðal annars vegna tekna af virkjunum. Ein af niðurstöðum þingsins var að hvetja sveitarstjórn til að setja verkefnasjóð á laggirnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert