Alvarlegt vinnuslys í Mosfellsbæ

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu eru sjúkraflutningamenn og lögregla á …
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu eru sjúkraflutningamenn og lögregla á staðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli vegna alvarlegs vinnuslyss sem varð í Mosfellsbæ nú á fimmta tímanum.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu eru sjúkraflutningamenn og lögregla á staðnum. Unnið er að því að flytja hinn slasaða á slysadeild.

Útlit er fyrir að maðurinn sé alvarlega slasaður, en hann er talinn hafa fallið úr töluverðri hæð.

Uppfært kl. 17:17: Maðurinn hefur verið fluttur á slysadeild. Samkvæmt aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu féll maðurinn úr um 6 metra hæð. Ekki verða veittar nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert