Gæsluvarðhald yfir eiginmanninum framlengt

Krafa lögreglustjórans á Suðurnesjum um áframhaldandi gæsluvarðhald var samþykkt.
Krafa lögreglustjórans á Suðurnesjum um áframhaldandi gæsluvarðhald var samþykkt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður á sextugsaldri sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan frá 2. apríl, eða frá því krufning á líki eiginkonu hans leiddi í ljós að andlátið hefði líklega borið að með saknæmum hætti, verður áfram í gæsluvarðhaldi til 22. apríl.

Héraðsdómur Reykjaness samþykkti kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í  gær en þá rann fyrsti gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir honum úr gildi.

Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is og bætir því við að rannsókninni miði vel miðað við allar aðstæður.

Eiginkona mannsins lést á heimili þeirra hjóna í Sandgerði 28. mars en maðurinn var ekki handtekinn fyrr en 2. apríl eftir að krufning leiddi í ljós að andlát hennar hefði líklega borið að með saknæmum hætti.

Þetta mál er annað tveggja and­láta sem lög­regl­an hef­ur til rann­sókn­ar þar sem grun­ur er um heim­il­isof­beldi. Karl­maður á þrítugs­aldri var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 17. apríl vegna rann­sókn­ar á and­láti móður hans sem var á sex­tugs­aldri í Hafn­ar­f­irði aðfaranótt 6. apríl.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ákvörðun um það hvort óskað verði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir manninum verði líklega tekin á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert