Háskólinn opnar 4. maí, en engin próf

Kennsla í Háskólanum hefur farið fram rafrænt frá 16. mars. …
Kennsla í Háskólanum hefur farið fram rafrænt frá 16. mars. Húsnæði skólans er lokað nemendum og verður svo til 4. maí. mbl.is/

Húsnæði Háskóla Íslands opnar að nýju 4. maí, um leið og slakað verður á samkomubanni og heimilt að opna háskóla að nýju. Allir nemendur munu þá fá að koma inn í húsakynni skólans, sem hafa verið lokuð frá 16. mars.

Unnið er að því að tryggja að les- og vinnuaðstaða nemenda uppfylli skilyrði samkomubannsins, sem kveða á um að ekki séu fleiri en 50 manns saman í einu rými og að halda skuli tveggja metra fjarlægð milli fólks.

Kennsla í Háskólanum fer nú fram á netinu. Síðasti kennsludagur vormisseris er 23. apríl og því ljóst að lítið verður um hefðbundnar kennslustundir þótt samkomubanninu sleppi. Háskólinn hefur þegar aflýst öllu prófahaldi í húsakynnum sínum í vor og þeirri ákvörðun verður ekki breytt úr þessu.

Í skriflegu svari frá rektor segir að frá 4. maí verði hægt að sinna ýmsum kennslutengdum verkefnum sem ekki var hefur verið hægt að sinna frá því samkomubannið tók gildi, þ.á m. verklega handleiðslu auk vettvangsnáms og vettvangsferða. Þá geta meistara- og doktorsvarnir farið fram með þeim skilyrðum sem sett eru um áhorfendafjölda.

Í svari rektors segir að til skoðunar sé hvernig brautskráningu frá skólanum í júní verður háttað, en síðasta vor brautskráðust 2.000 nemendur frá Háskólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert