Óskýrleika laganna eytt

Halldór Benjamín Þorbergsson.
Halldór Benjamín Þorbergsson.

Samtök atvinnulífsins (SA) munu gefa tilmæli út til sinna félagsmanna um að túlka lög um hlutabætur með þeim hætti að hlutabætur eigi ekki við á uppsagnarfresti. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.

Áður höfðu samtökin ráðlagt félagsmönnum sínum hið gagnstæða og einhverjir gripið til þess ráðs að segja starfsfólki upp og láta það samtímis fara á hlutabætur.

„Lögin eru ekki fullkomlega skýr og túlkun þeirra getur verið vafaatriði. Vinnumálastofnun hefur gefið út þá ákvörðun sína að þau muni ekki geiða út hlutabætur til þeirra sem eru á uppsagnarfresti. Barna- og félagsmálaráðherra hefur líka lýst þessu yfir. SA hafa ekki úrskurðarvald um það. Þar af leiðandi lít ég svo á að þeim óskýrleika sem mátti finna í þessum lögum hafi verið eytt,“ segir Halldór.

„Það hafa ríflega 30.000 manns farið í gegnum þetta úrræði á nokkrum vikum. Framkvæmdin hefur í heild gengið vel en hins vegar er ekkert óeðlilegt að það komi upp vafaatriði og ég lít svo á að búið sé að leysa úr þeim með yfirlýsingu Vinnumálstofnunar og barna- og félagsmálaráðherra,“ segir Halldór í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert