Stærst skipa í Íslandssiglingum

Tukuma Arctica siglir inn að Sundahöfn að morgni annars í …
Tukuma Arctica siglir inn að Sundahöfn að morgni annars í páskum. Þetta voru merk tímamót. mbl.is/sisi

Nýjum áfanga í siglingasögu Íslendinga var náð um páskana þegar grænlenska gámaskipið Tukuma Arctica kom í jómfrúarferð til Reykjavíkur. Þetta er stærsta kaupskip sem hefur siglingaráætlun til Íslands.

Það var ausandi rigning og drungalegt þegar Tukuma Arctica sigldi inn í Sundahöfn að morgni annars í páskum og lagðist að Kleppsbakka. Skipinu var vel fagnað og tveir stærstu dráttarbátar Faxaflóahafna, Magni og Haki, fylgdu því til hafnar. Haki sigldi á undan og sprautaði sjó til himins til að fagna skipakomunni. Skipið lét svo úr höfn um kvöldið eftir að hafa verið losað og lestað og hélt í jómfrúarferðina til heimalandsins, Grænlands, að þvíer segir í Morgunblaðinu í dag.

Sem kunnugt er af fréttum sömdu Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line árið 2017 við tvær kínverskar skipasmíðastöðvar um smíði á þremur gámaskipum eftir sömu teikningu. Eimskip átti að fá fyrsta skipið afhent, en það hlaut nafnið Brúarfoss. Hins vegar varð það óhapp af ásrafall skipsins brann yfir og þurfti að fá nýjan sendan frá Þýskalandi. Þetta óhapp olli miklum töfum á afhendingu og grænlenska skipið var því afhent fyrst. Dettifoss, sem átti að verða seinna skip Eimskips, fór því framar í röðinu og er nýlega komið úr reynslusiglingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka