Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings fékk tæplega 15 milljónir kr. í bætur fyrir það sem hann taldi ólögmæta uppsögn, þegar gerð var dómsátt í máli hans.
Í heild kostaði uppsögnin sveitarfélögin nokkuð á fjórða tug milljóna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Eyþing óskaði eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin og ákvarðanir yrðu færðar í trúnaðarmálabækur sveitarstjórna.