Maðurinn sem slasaðist í vélsleðaferð norðaustanmegin við Grenivík er kominn á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann fær aðhlynningu. Maðurinn, sem er Íslendingur á fertugsaldri, meiddist á öxl en hann var á ferð með hópi fólks.
Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra gengu björgunaraðgerðir mjög vel fyrir sig enda var bæði logn og heiðskírt. Vegna þess að maðurinn var hátt uppi í fjalli var talið betra að sækja hann með þyrlu, auk þess sem langt var í byggð.
Björgunarveitir voru komnar á staðinn á undan þyrlu Gæslunnar og hlúðu þær að honum með aðstoð sjúkraflutningamanns þangað til þyrlan lenti og sótti hann.
Þær björgunarsveitir sem ekki voru komnar á staðinn voru afturkallaðar.