Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir þörf á að skýra betur hvað átt sé við með því þegar stjórnvöld segja að skólahald verði „með eðlilegum hætti“ í grunnskólum frá og með 4. maí nk.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaððinu í dag segir hún spurningum ósvarað er snerta fjöldatakmarkanir í grunnskólum, sóttvarnir, tveggja metra reglu og hvort framfylgja eigi skólaskyldu eða ekki, en líkt og greint hefur verið frá tóku fjölmargir foreldrar börn sín úr grunnskólum vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á landi. Mikilvægt sé að fá skýr svör áður en starfið hefst að fullu.
„Hvað felst í þessu; eðlilegt skólastarf. Í eðlilegu skólastarfi koma oftar en ekki 50 einstaklingar eða fleiri saman,“ segir hún og bendir á að einnig séu uppi spurningar er snerta nálægðarreglu hjá starfsfólki skólanna, s.s. inni á kaffistofum og skrifstofum.
Lesa má meira um þetta mál hér á mbl.is í netútgáfu Morgunblaðsins: