Háskólasvæðið minnir orðið á bílakirkjugarð

Númerslausir bílar og einn óskoðaður hafa staðið við Dunhaga í …
Númerslausir bílar og einn óskoðaður hafa staðið við Dunhaga í mánuði.

Ökutæki sem ekki hafa verið færð til skoðunar á réttum tíma, bifreiðar með aðvörunarmiðum þess efnis og bílar sem númer hafa verið tekin af eru áberandi í Reykjavík.

Á bílastæðum í nágrenni við Háskóla Íslands má ganga framhjá um tug slíkra farartækja á stuttri gönguleið og kemur bílakirkjugarður helst upp í hugann á slíkri göngu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að Heilbrigðiseftirlitið hafi heimild til þess að líma aðvörunarmiða á númerslausa bíla. Starfsmenn þess, en ekki aðrir borgarstarfsmenn, geri það á borgarlandi. Hins vegar sé ætlast til þess að lóðarhafar sem beri ábyrgð á sinni lóð og beri að halda henni snyrtilegri taki til á fjölbýlis-, stofnana- og fyrirtækjalóðum. Ákveðinn frestur sé gefinn til að fjarlægja ökutækin en að honum loknum hafi verktaki á vegum eftirlitsins heimild til að fara með viðkomandi bíla á geymslusvæði.

Lesa má meira um þetta hér á mbl.is í netútgáfu Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert