Heimila parasetamól frá Indlandi

Parasetamol.
Parasetamol.

Indversk stjórnvöld hafa veitt leyfi til útflutnings á 45 milljónum taflna af parasetamól til Íslands.

Lyfið er verkjastillandi og lækkar hita og hefur gagnast í sambandi við kórónuveirusmit. Ísland er á meðal 63 ríkja sem útflutningsleyfið nær til.

Heimild þessi er hluti af viðleitni Indlands til að tryggja framboð á lyfinu og til að leggja sitt af mörkum til hinnar hnattrænu baráttu við COVID-19-heimsfaraldurinn, segir í tilkynningu frá sendiráði Indlands á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert