Leggja til frystingu

Bílar hafa hækkað um 4-5%.
Bílar hafa hækkað um 4-5%.

„Það hefur orðið veruleg minnkun en þó er ekki allt frosið. Það selst eitthvað á hverjum degi, bæði af nýjum bílum og notuðum,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Lítið hefur verið um bílaviðskipti síðustu vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins og óvissu sem af honum skapast. Veiking krónunnar hefur sömuleiðis leitt til verðhækkana. Þannig hækkaði verð nýrra bíla hjá Toyota og Lexus um 5% hinn 1. apríl og Brimborg hækkaði verð nýrra bíla um 4-5% í byrjun mánaðarins.

„Hækkunin þyrfti að vera hátt í 10-12% en við höfum skorið okkar álagningu niður á móti,“ segir Egill, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Þar segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að sambandið hafi óskað eftir undanþágu til að veiking krónunnar skili sér ekki í hærra verði nýrra bíla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert