Lést af völdum veirunnar

mbl.is

Einn sjúklingur lést síðasta sólarhring á Landspítala vegna COVID-19. Landspítali vottar fjölskyldu hans samúð. Þetta kemur fram á vef spítalans. 

Alls hafa níu látist af völdum kórónuveirufaraldursins á Íslandi. 

Eins og fram hefur komið, þá er veirufaraldurinn á Íslandi áfram í rénun en frá miðvikudegi til fimmtudags greindust tólf virk smit af COVID-19 meðal landsmanna. Heildarfjöldi staðfestra smita er því orðinn 1.739. Virk smit eru nú 587 talsins en 1.144 hafa náð bata. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í gær, á daglegum upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar.

Á fundinum í dag munu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir  fara yfir stöðu mála. Þá verður Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, gestur í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert