Lífskjarasamningur í uppnámi

Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að lífskjarasamningnum verði sagt upp ef stjórnvöld standa ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Þótt stytting vinnuvikunnar, lækkun vaxta og fleiri samningsatriði hafi gengið eftir sé lykilmálum ólokið.

„Þetta eru svo stór atriði að við getum ekki litið fram hjá þeim. Við erum að fara inn í maí og það stefnir í að ríkisstjórnin ætli ekki að afgreiða frumvörp um fyrstu kaupa lánin á íbúðum, um leiguverndina og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Frumvörpin eru tilbúin. Það tók eitt og hálft ár að vinna þau. Þessi mál hafa ekki einu sinni verið lögð fram á þingi. Þau voru hluti af lífskjarasamningnum og ef þau verða ekki afgreidd er samningurinn fallinn af okkar hálfu,“ segir Ragnar Þór.

Birgjar hækka verðið

Verðlagsþróunin sé líka áhyggjuefni. Nánar tiltekið rýrnun kaupmáttar. „Það er vitað að verðlagsþróun verður mjög neikvæð næstu mánuði og misseri. Birgjar eru að hækka verð á nauðsynjavörum allt að 10%. Jafnframt eru erlendir birgjar að hækka verð um tugi prósenta. Við vitum að verðlag hér mun hækka um tugi prósenta á næstu misserum. Gengið hefur þegar gefið eftir um 17%. Það mun gefa meira eftir ef ekki verður gripið inn í. Kaupmáttarhluti lífskjarasamningsins, eða fyrirvarinn, er því í algjöru uppnámi.“

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinnu í dag segir Ragnar Þór samninginn líka í uppnámi gagnvart atvinnulífinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert