Sjóherinn hefst handa

Kafbátaeftirlitsflugvél varnarliðsins fylgir rússneskum kafbáti eins og skugginn.
Kafbátaeftirlitsflugvél varnarliðsins fylgir rússneskum kafbáti eins og skugginn. Ljósmynd/Varnarliðið.

Viðamiklar framkvæmdir á vegum bandaríska sjóhersins hefjast á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í þessari viku. Um er að ræða endurbætur á flugskýli 831 og byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar.

Framkvæmdunum er ætlað að bæta aðstöðuna fyrir kafbátaeftirlitsflugvélar Atlantshafsbandalagsþjóðanna. Verktaki er Rizzani De Eccher Ísland ehf. en tilboð fyrirtækisins í verkefnin í útboði sem undirritað var í fyrra hljóðaði upp á 13.750.000 Bandaríkjadali, í dag jafnvirði tæpra tveggja milljarða króna.

Þessar framkvæmdir eru hluti af enn stærra verkefni á vegum bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli, sem eru þær fyrstu síðan varnarliðið hætti starfsemi árið 2006. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hófst hluti framkvæmda á öryggissvæðinu í fyrra og ganga þær vel, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert