Þrjátíu björgunarsveitarmenn á leið til mannsins

Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert

Rúmlega þrjátíu björgunarsveitarmenn úr Eyjafirði voru kallaðir út um klukkan sjö í kvöld til að aðstoða slasaðan karlmann á vélsleða sem hafði lent í slysi norðaustanmegin við Grenivík. Þeir eru nú á leið til mannsins á vélsleðum, sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. 

„Plan A er að þyrlan klári þetta verkefni en að öðru leyti eru björgunarsveitir á leiðinni á vettvang sem varaleið ef það gengur ekki,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Slysið virðist hafa átt sér stað töluvert úr alfaraleið.“

Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar ætti að koma á svæðið klukkan tuttugu mínútur yfir átta í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert