Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyss sem varð í Keflavíkurdal skammt frá Grenivík. Áætlað er að þyrlan komi á staðinn klukkan tuttugu mínútur yfir átta.
Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var um sleðaslys að ræða en varðstjóri gat ekki gefið meiri upplýsingar að svo stöddu.