34 vindorkukostir kynntir

Hross og vindmylla í Þykkvabæ.
Hross og vindmylla í Þykkvabæ. mbl.is/RAX

Orkustofnun hefur nú afhent verkefnisstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar gögn um 43 nýja orkukosti til mats. Þar eru áberandi vindorkuver um allt land, alls 34 kostir með samtals 3.200 megavatta afli. Sjö nýir kostir eru tilkynntir í vatnsafli og tveir í jarðhita.

Virkjanakostirnir sem afhentir voru verkefnisstjórninni nú í mars og apríl koma til viðbótar þeim kostum sem voru í biðflokki við afgreiðslu verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar. Tekur Orkustofnun fram að vegna þess að Alþingi muni ekki afgreiða þriðja áfanga á yfirstandandi þingi hafi frestur til skila á virkjanahugmyndum verið framlengdur um óákveðinn tíma.

Þarf að vera eftirspurn

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir að margir kostir í vatnsafli og jarðvarma séu í biðflokki í 3. áfanga rammaáætlunar og því komi ekki á óvart að fáir nýir bætist við á meðan 3. áfanginn er óafgreiddur. Hins vegar komi þessi mikli áhugi á vindorkunni um allt land svolítið á óvart. Aðspurður í Morgunblaðinu í dag segir hann ekki raunhæft að öll vindorkuverin verði að veruleika en töluverð alvara sé í þessum áformum því menn séu búnir að leggja töluvert undir við gerð tillagnanna. Þá segir Guðni að tillögur séu gjarnan unnar í samráði við viðkomandi sveitarfélög og því kunni að verða auðveldara að koma þeim í framkvæmd en annars hefði orðið. Allt eigi þetta þó eftir að fara í gegnum rammaáætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert