Fyrirtækjunum blæðir út

Yfir fimmtíu þúsund manns verða á atvinnuleysisskrá í lok mánaðarins.
Yfir fimmtíu þúsund manns verða á atvinnuleysisskrá í lok mánaðarins.

Staða ferðaþjónustufyrirtækja er alvarleg og stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða þeim til varnar. Þetta segir Jóhannes Þ. Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og segir þá mynd af stöðu greinarinnar sem KMPG hefur teiknað fyrir ferðamálayfirvöld ríma við veruleikann.

„Fyrirtækjunum er að blæða út og því þarf að bregðast við. Einnig þarf að gera fólki kleift að einfaldlega loka fyrirtækjum sínum meðan áhrifa faraldursins gætir, þannig að ekki þurfi að greiða gjöld meðan lokun varir,“ segir Jóhannes.

Heildarskuldir ferðaþjónustunnar á Íslandi eru nú taldar vera um 300 milljarðar. Mikið hefur verið fjárfest á undanförnum árum og tekjur aukist lítið á sama tíma, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgublaðinu í dag.

Heimilin þarfnist aðgerða

Gögn Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í apríl benda til að um eða yfir fimmtíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá í lok mánaðarins, sem samsvarar nokkurn veginn samanlögðum íbúafjölda þriggja landshluta; Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða.

„Heimilin þarfnast aðgerða,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Það blasir við að bankarnir hafa ekki skilað vaxtalækkunum Seðlabankans til sinna viðskiptavina. Heimilin í landinu eru undirstaða hagkerfisins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert