Íslendingar á Spáni gætu komist heim með Air Atlantic

Enginn er á ferli á Mallorca á Spáni en strangt …
Enginn er á ferli á Mallorca á Spáni en strangt útgöngubann er í gildi til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. AFP

Lettneska ferðaskrifstofan Air Atlantic kannar áhuga Íslendinga á flugi frá Mallorca, Tenerife, Gran Canaria og Malaga til Stokkhólms dagana 22.-26. apríl. Fyrir framhaldsflug til Íslands áætlar Icelandair að fljúga frá Stokkhólmi 25. apríl og 2. maí með fyrirvara um breytingar. 

Ferðirnar byggjast á því að nægur áhugi sé fyrir hendi. Hægt er að skrá áhuga á vef fyrirtækisins: www.airatlantic.eu/#about.

Strangt útgöngubann er í gildi á Spáni. Þeir sem ætla út úr húsi þurfa að eiga brýnt erindi eins og að ná í nauðsynjar. 

Þetta kemur fram á facebooksíðu utanríkisráðuneytisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert