Skoða að nota blóðvökva sem mótefni

Til greina kemur að nota blóðvökva úr þeim sem hafa …
Til greina kemur að nota blóðvökva úr þeim sem hafa náð bata af kórónuveirunni sem meðferð fyrir þá sem eru veikir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópur á vegum smitsjúkdómalækna hefur til skoðunar í samvinnu við Blóðbanka Íslands hvort hægt sé að nota blóðvökva úr þeim sem hafa myndað mótefni gegn veirunni og er batnað af COVID-19-sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. 

Rætt var við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Í máli hans kom fram að rannsóknin væri á frumstigi. Aðferðin væri eingöngu ætluð þeim sem væru veikir af sjúkdómnum.

Fram hefur komið að lækn­um í Suður-Kór­eu hef­ur tek­ist að bjarga lífi tveggja sjúk­linga sem veikst höfðu al­var­lega af völd­um COVID-19 með blóðvökv­ameðferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert