Skoða tengingu við Egilsstaði

Undirbúningi fyrir framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng miðar vel.
Undirbúningi fyrir framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng miðar vel. mbl.is

Unnið er að mati á því hvar best sé að Fjarðarheiðargöng komi út á Fljótsdalshéraði og um leið mati á því hvort hægt sé að beina hluta af þeirri miklu umferð sem nú er um Egilsstaði framhjá byggðinni. Þá stendur til að skipa starfshóp á Seyðisfirði til að undirbúa skipulag vegna tengingar ganganna þeim megin heiðar.

Í upphafi vinnu við undirbúning Fjarðarheiðarganga sem liggja munu á milli Héraðs og Seyðisfjarðar voru skilgreindir tveir munnar, annar við Dalhús í Eyvindardal og hinn við Miðhúsaá sem er við núverandi veg niður af Fjarðarheiði. Göngin eru svipuð að lengd, hvor kosturinn sem valinn er, aðeins munar um 300 metrum.

Vegagerðin hallast að Dalhúsum í sínum áætlunum en málið er þó enn í samráðsferli með sveitarfélaginu. Gísli Eiríksson, forstöðumaður jarðgangadeildar Vegagerðarinnar, segir að þeim megin sé landið opnara og auðveldara að leggja veg. Meira sé af byggingum og skógi Miðhúsamegin og því meira návígi.

Starfshópur með fulltrúum allra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs er að fara yfir valkosti tenginga við Egilsstaði til undirbúnings breytinga á skipulagi. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Björn Ingimarsson bæjarstjóri stefnt að því að hópurinn skili niðurstöðu til bæjarstjórnar í lok mánaðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert