Þrír varnargarðar á Seyðisfirði á 4-5 árum

Fyrirhugaðir varnargarðar á Seyðisfirði.
Fyrirhugaðir varnargarðar á Seyðisfirði. mbl.is

Stefnt er að því að framkvæmdir við þrjá snjóflóðavarnargarða undir Bjólfshlíðum í Seyðisfirði hefjist á næsta ári og gert er ráð fyrir að framkvæmdatími verði fjögur til fimm ár.

Varnargarðarnir nefnast Bakkagarður, Fjarðargarður og Öldugarður og er tilgangur framkvæmdarinnar fyrst og fremst að auka öryggi íbúa Seyðisfjarðar. Í Brún neðan við Bjólfstind voru tveir varnargarðar byggðir á árunum 2002-2003.

Í samantekt í frummatsskýrslu, sem VSÓ Ráðgjöf hefur unnið, kemur fram að með tilkomu varnargarða muni öll íbúðarhús sem voru áður á hættusvæði C, þar sem mest hætta er skilgreind, færast á hættusvæði A. Hönnun garðanna miðar við að verja íbúðarhverfi en ekki atvinnusvæði hafnarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert