Góði hirðirinn opnaður aftur eftir helgi

Margir huga að tiltekt þegar meiri tími gefst til að …
Margir huga að tiltekt þegar meiri tími gefst til að vera heima hjá sér. Ljósmynd/Aðsend

Verslun Góða hirðisins verður opnuð á ný eftir helgi, mánudaginn 20. apríl frá 12-16. Fjöldatakmarkanir verða í verslun; 15 manns á hverjum tíma. Henni var lokað þegar samkomubannið tók gildi og samhliða lokun verslunar var móttöku nytjamuna á endurvinnslustöðvum einnig hætt.

Aftur verður því opnað fyrir móttöku muna í nytjagáma á endurvinnslustöðvum. 

Fjöldatakmarkanir eru inn á endurvinnslustöðvar og hafa myndast langar biðraðir af þeim sökum undanfarið og því gott ef fólk flokkar vel áður en haldið er til endurvinnslustöðvar til að losun gangi hratt og vel fyrir sig.

Sorpa hefur gripið til ýmissa ráðstafana og er fólk hvatt til að afla sér upplýsinga á vef Sorpu, sorpa.is. 

Þetta kemur fram í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert