Flugvél Icelandair lenti nýlega á Keflavíkurflugvelli með átján tonn af lækningavörum frá Kína vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Flugmenn vélarinnar ákváðu að mynda hjarta á leið sinni yfir höfuðborgarsvæðið.
Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, mynduðu þeir hjartað, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki.
Um er að ræða þriðju flugferðina til að sækja lækningavörur til Sjanghæ.