Sérstakt átak til að ná útlendingum í skimun

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Engar skýringar liggja fyrir á því hve fáir útlendingar hafa greinst með kórónuveiruna hérlendis, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Um fjögur prósent þeirra sem greinst hafa með veiruna eru erlendir ríkisborgarar, en til samanburðar eru um 14 prósent íbúa Íslands útlendingar. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarna sem lauk fyrir skemmstu.

Þórólfur útilokar ekki að útlendingar sæki síður í skimun en aðrir. „Íslensk erfðagreining hefur ætlað sér í sérstakt átak til að ná erlendum ríkisborgurum í skimun,“ greindi Þórólfur frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert