Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem nánar verður kveðið á um fyrirkomulag leik- og grunnskóla eftir tilslakanir samkomubanns 4. maí. Á blaðamannafundinum var spurt út í hvernig skólahaldi yrði nákvæmlega háttað og hvort búið væri að fara með skólastjórnendum yfir útfærslu á því.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði að ekki væri búið að funda sérstaklega með skólastjórnendum. Hins vegar væri gengið út frá því að skólahald gæti farið fram með nákvæmlega sama hætti og fyrir fyrsta samkomubann.
Það sama ætti við um íþrótta- og tómstundastarf barna. Öðru máli gegndi um íþróttastarf fullorðinna.